Gærdagurinn gerður upp - Myndir
Hófý, Jóný og Konný.

Hér má sjá nokkrar myndir frá fimmtudegi gosloka. Sunna spáði í framtíðina, Stebbi og Eyfi héldu tónleika á Háaloftinu, keppt var í bjórbingó á The Brothers Brewery, leikið var og sungið í Eldheimum og það bættist enn frekar í listasýningarnar.

Á Hilmisgötu 1 og 3 (Haukagil) var opið hús í vinnustofu Ragnars Engilbertssonar og myndalistarsýningar á báðum stöðum.

Stapafjölskyldan opnaði myndlistasýninguna „Undir listregni” í Svölukoti, en þar eru m.a. til sýnis verk eftir Ólaf Sigurðsson á Stapa, Elínu Albertsdóttur, Guðjón Ólafsson, Sigurbjörgu Ósk Antonsdóttur, Hafdísi Ösp Garðarsdóttur og Svanhvíti Birnu Samúelsdóttur.

Þær Jóný, Hófý og Konný opnuðu sýningu sína „Bland í poka” í Tónlistarskólanum, og Amalía Ósk Sigurðardóttir sýndi akrílmálverk í húsi Ribsafari á Básaskersbryggju. Þema sýningarinnar er eldgosið á Heimaey og í öllum verkunum er notaður vikur úr Eldfelli.

Þá voru þau Jóna Heiða Sigurlásdóttir, Viðar Breiðfjörð og Bjartey Gylfadóttir einnig með listasýningar.

 

 

Nýjustu fréttir

Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.