Lögreglunni í Vestmannaeyjum barst tilkynning um fjögurleytið í dag um að fjörutíu feta gámur hefði tekist á loft og farið á hliðina rétt norðan við fiskverkunina Löngu. Mikil mildi þykir að enginn hafi verið á ferðinni á þessum slóðum þegar gámurinn tókst á loft.
Gámurinn lenti á hliðinni, þvert yfir veginn út á Eiði, og verður hann ekki færður fyrr en veður lægir.
�?að hefur verið mjög vindasamt í Vestmannaeyjum í dag og var vindur á Stórhöfða allt að 50 m/�??s í hviðum. Beindi lögreglan því til Eyjamanna að halda sig heima og leggja ekki út í óvissuna.