Gengur ágætlega að dýpka
Alfsnes 06 24 IMG 5443 2
Álfsnesið við dýpkun við Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Dýpkun í Landeyjahöfn gengur ágætlega þessa dagana, en sanddæluskip Björgunar, Álfsnes, sér um að dýpka höfnina. Nýjustu dýptarmælingar frá því í morgun sýna að verkið er á réttri leið og segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. að dýpkun gangi ágætlega.

Þá segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar mánudag og þriðjudag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Frá Vestmannaeyjum kl: 07:00 – 09:30 – 17:00 – 19:30. Frá Landeyjahöfn kl: 08:15 – 10:45 – 18:15 – 20:45. Tilkynning vegna siglinga á miðvikudag verður gefin út á þriðjudag.

Dýptarmæling frá í morgun.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.