Dýpkun í Landeyjahöfn gengur ágætlega þessa dagana, en sanddæluskip Björgunar, Álfsnes, sér um að dýpka höfnina. Nýjustu dýptarmælingar frá því í morgun sýna að verkið er á réttri leið og segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. að dýpkun gangi ágætlega.
Þá segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar mánudag og þriðjudag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Frá Vestmannaeyjum kl: 07:00 – 09:30 – 17:00 – 19:30. Frá Landeyjahöfn kl: 08:15 – 10:45 – 18:15 – 20:45. Tilkynning vegna siglinga á miðvikudag verður gefin út á þriðjudag.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst