Illa hefur gengið undanfarnar vikur að halda Landeyjahöfn opinni. Dýpið er lítið, og til að bæta gráu ofan á svart hafa þeir dagar sem komið hafa þar sem viðrar vel til dýpkunar verið illa nýttir. Eða eins og bent var á í tilkynningu frá Herjólfi ohf. fyrr í mánuðinum, þar sem sagði:
„Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu í Landeyjahöfn hefur gengið illa að dýpka síðan dýpið var mælt laugardaginn sl. og staðan því lítið breyst.“
Ljóst er að hið “nýja” skip Björgunar hafi valdið vonbrigðum og virðist ekki afkasta því sem kröfur voru gerðar um í útboðsgögnum Vegagerðarinnar.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar svaraði því til um hvort einhverjar breytingar hafi orðið varðandi samning Vegagerðarinnar við Björgun að ekki hafi verið gerð breyting á samningnum.
„Vegagerðin hefur hins vegar gert athugasemdir við afköst dýpkunarskipsins þegar dýpi er takmarkað í hafnarmynni og afköst mjög mikilvæg við þær aðstæður. Björgun er að vinna bót á því. Og við sjáum til hvað kemur út úr því.“
segir G. Pétur í samtali við Eyjar.net.
https://eyjar.net/alfsnesid-bilad/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst