Getum við?
9. janúar, 2020
Ragnar Óskarsson
Ragnar Óskarsson

Í lífinu skiptast ávallt á skin og skúrir hjá okkur mannfólkinu, í nærumhverfi okkar, í landsmálum, svo og í heimsmálunum sjálfum. Nýliðið ár var engin undantekning að þessu leyti.  Því miður eru vandamál jarðarinnar allrar sífellt að verða alvarlegri og ef leiðtogar heimsins vakna ekki til ábyrgðar mun ástandið enn eiga eftir að versna. Um þetta ætla ég ekki að fjalla hér þessu sinni.

Mig langar hér hins vegar að nefna lítillega nokkra þætti sem mér þóttu merkilegir á síðast ári hér á landi en einnig sérstaklega í Vestmannaeyjum, þætti sem bæði eru afar jákvæðir og horfa mjög til bóta fyrir samfélag okkar.

Ég fagna því sérstaklega að nú verður komið á fót þriggja þrepa skattkerfi með nýju lágtekjuþrepi. Sú aðgerð á eftir að auka verulega ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins í samfélaginu. Í aðgerðinni felst ekki allsherjarlausn á réttlátara skattkerfi en hún er sannarlega mikilvægt skref til bóta.

Mér finnst ánægjulegt að nú þegar mun fæðingarorlof lengjast úr 9 í 10 mánuði og um næstu áramót úr 10 í 12 mánuði. Þannig er stigið stórt skref í réttindamálum barnafjölskyldna í landinu.

Ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 hefur verið samþykkt á Alþingi. Þessi stefna hefur meðal annars að markmiði að gera alla heilbrigðisþjónustu betri og ódýrari fyrir þá sem á henni þurfa að halda. Langþráð skref í rétta átt.

Tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu er í undirbúningi. Þetta er sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur Vestmannaeyinga sem mun gera sjúkraflug til og frá Eyjum öruggara og skilvirkara enda er gert ráð fyrir að sjúkraþyrla verði staðsett þannig að hún gagnist okkur Eyjamönnum sem best.

Og úr því ég er farinn að tala um Vestmannaeyjar þá var það sérstakt fagnaðarefni þegar nýjar þjónustuíbúðir aldraðra voru vígðar sl. sumar. Það var þörf og góð viðbót í þjónustu við aldraða í Eyjum.

Ég er einnig mjög ánægður með að á síðasta ári voru stigin fjölmörg önnur framfaraspor til heilla bæjarfélaginu okkar. Hér nefni ég til dæmis heilsueflingaráætlun eldri borgara, starf æskulýðsfulltrúa var endurvakið, frístundastyrkur bara og unglinga var hækkaður og staða fjölmenningarfulltrúa var sett á stofn. Allir þessir þættir og reyndar fjölmargir aðrir eru mikilvægir hlekkir í að efla samfélagið. Þetta sannar einnig að við getum ef við viljum. Því er full ástæða til að fagna nýju ári í von um bættan hag og betra samfélag.

 

Gleðilegt nýtt ár.

Ragnar Óskarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 5 Tbl EF
5. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.