Gísli Matthías Auðnsson opnar Mat og drykk
Veitingastaðurinn Matur og drykkur opnar í höfðuborginni um helgina. Nánar tiltekið í Alliance húsinu úti á granda. En þar er á ferðinni matreiðslumeistarinn og Eyjamaðurinn Gísli Matthías Auðunsson sem á einnig og rekur Slippinn hér í Eyjum.
Gísli Matthías segir á vefsíðunni Nutiminn.is að hugmyndin sé að hefja íslenska matarhefð til vegs og virðingar, kveikja á henni áhuga, og þróa hana lengra. “Við Íslendingar höldum stundum að hér á landi sé engin raunveruleg matarhefð en við erum einfaldlega ekki nógu dugleg að halda henni á lofti. Gamlar íslenskar uppskriftir byggja ekki allar á súrum eða söltuðum mat, þvert á það sem margir halda. Sá matur var ekki borðaður hér nema fáa mánuði á ári enda iðar sjórinn og hagarnir af lífi og hér vaxa margar bragðgóðar jurtir sem hafa verið settar í uppskriftir og eldaðar í þúsund ár.
Á meðal þess sem boðið verður upp á er plokkfiskur, pylsa með öllu og rúgbrauðsúpa. �?vintýralegri réttir verða einnig á matseðlinum. �?ar má nefna þorsklifur á laufabrauði, flatköku með taðreyktri bleikju, söl og engiferkotasælu, og brasaðan þorskhaus með hverarúgbrauði.
Okkar markmið er ekki að sjokkera fólk heldur fyrst og síðast að búa til ótrúlega góðan, ferskan mat sem byggir á hefðinni og því sem við höfum úr að spila,�?? segir Gísli og heldur áfram. �??Draumurinn er að fólk sem bragði matinn hjá okkur sjái íslenska matarmenningu í nýju ljósi og fari í framhaldinu að leika sér meira að íslenskum hefðum í eldhúsinu heima.�??

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.