Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar verða veitt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. september í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík.Forseti Íslands og verndari verkefnisins, �?lafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin.
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni er fram kemur á vefsíðu samtakana.
Á hverju ári auglýsir JCI eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer síðan yfir tilnefningar og velur úr þrjá verðlaunahafa.
Dómnefndina í ár skipa þau Kjartan Hansson landsforseti JCI, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir form. Vinstri grænna og Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona og pólfari.
Gísli Matthías er einn af þeim tíu sem tilnefndir eru og segir í umfjöllun um hann;
�?rátt fyrir ungan aldur hefur Gísli ekki eingöngu sýnt hæfileika sína sem matreiðslumeistari, heldur hefur hann einnig sýnt fólki hvernig hægt sé að færa sígilda íslenska matargerð upp á hærra plan. Hann stofnaði og rekur veitingastaðina, Slippinn í Vestmannaeyjum og Mat & Drykk í Reykjavík. Báðir staðirnir byggja á Íslenskri matargerð og fékk sá síðarnefndi tilnefningu til hvatningarverðlauna fyrir það að nota heilan þorskhaus sem aðalrétt. Gísli er metnaðarfullur og vandvirkur, hæfileikaríkur og óhræddur við að fara ótroðnar leiðir.