Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum og sýna þær 17% fjölgun á milli ára. Gistinætur voru 77.000 í febrúar nú samanborið við 65.600 í sama mánuði árið 2007.
Fjölgunin mest á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á höfuðborgarsvæðinu, úr 47.600 í 61.000 eða um 28%. Gistinóttum á Norðurlandi fjölgaði í janúar um rúm 6% á milli ára, úr 3.300 í 3.500.