Fjölmennt var á styrktarkvöldi Krabbavarnar í Vestmannaeyjum sem fram fór í Höllinni í gærkvöldi. Kvöldið byrjaði á gómsætum ítölskum platta frá Einsa Kalda. Góð sala var á happdrættis miðum með flottum vinningum. Blush var með kynningu og bás með sínum vinsælustu vörum og Bryndís Ásmunds ásamt dönsurum var með glæsilega Tinu Turner sýningu. Kiddi Bigfoot lokaði síðan kvöldinu með opnu dansgólfi.
Stemningin var frábær og kvöldið vel heppnað í alla staði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst