Starfsfólk og eigendur Eyjafrétta óska lesendum sínum, Eyjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs.
Í ár urðu miklar breytingar hjá Eyjafréttum, við fluttum af Strandvegi 47 og erum nú með aðstöðu á Ægisgötu 2 (Þekkingarsetrinu). Blaðið kemur núna út mánaðarlega í stað vikulega, en er í staðinn mun veglegra og inniheldur í hverjum mánuði áhugaverð viðtöl og annað efni sem við á þann mánuðinn. Í júli kynntum við til leiks nýjan vef Eyjafrétta og sinnum við þar öllum fréttaflutningi sem og öðru sem ratar ekki í blaðið.
Við þökkum dyggum lesendahópi Eyjafrétta samfylgdina og tryggðina í gegnum árin. Einnig auglýsendum og öðrum viðskiptavinum. Með von um áframhaldandi samfylgd og þökk fyrir það gamla.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst