Eyjafréttir óska lesendum sínum og öllum gleðilegs nýs árs 2023. Gott ár að flestu leyti að baki og vonandi enn betra ár framundan. Hefjum nýtt ár með mynd sem Addi Í London tók í gær þegar áramótabrennan við Hástein logaði sem skærast og flugeldar lýstu loftið.
Ekki vantaði flugeldafjörið í gærkvöldi og logaði himininn þegar mest lét. Varpaði ævintýralegri birtu yfir snæviþakkta Heimaey.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst