Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út klukkan 4:20 í nótt þegar tilkynnt var um mikinn reyk í húsinu við Brekastíg 28. Tvær íbúðir eru í húsinu og kom reykurinn úr kjallaraíbúð hússins. Við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri laus, heldur gleymdist kjöt á steikingarpönnunni sem varð til þess að reykurinn myndaðist.