Glódís Margrét Guðmundsdóttir, úr Þykkvabænum, og Silja Runólfsdóttir, frá Bolungavík, báru sigur úr bítum í Blítt og létt, söngkeppni nemendafélagsins Mímis á Laugarvatni. Í öðru sæti voru Regína Magnúsdóttir, Steinlaug Högnadóttir og Garðar Aron Guðbrandsson og í því þriðja rokkararnir Arnar Kári Guðjónsson og Hróðmar Sigurðsson. Alls voru flutt tólf atriði í keppninni í ár.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst