Í kjölfar kynningar um átak í að fjarlægja númerslausar bifreiðar af götum bæjarins, tóku flestir eigendur þeirra góðan sprett í þeim efnum.
16 bílar, rúta og vörubíll voru í upphafi á þeim lista, en núna eru einungis 2 bílar eftir og reyndar 2 bæst við.
Reyndar hafa 4 af þessum 16 bílum verið færðir til viðgerðarverkstæða, en rétt er að benda rekstraraðilum bifreiðaverkstæða að slíkir bílar meiga eingöngu vera á athafnasvæði verkstæðanna, annars verða þeir fjarlægðir.
�?etta eru góð viðbrögð og vonandi þurfa Vökumenn ekki að leggja leið sína hingað út í Eyjar, en það verður gert fljótlega ef ástæða verður til.
�?á má geta þess að á listanum voru 19 bílar á lóðum og hefur engin breyting orðið þar á.
Auðvitað eru skýringar í sumum tilfellum, bíll nýkominn og fer bráðlega, en sumir bílar hafa staðið þar óhreyfðir um árabil.
Telst það ásættanlegt að inn á lóðum séu númerslausir bílar, sumir hverjir algjör hræ? Svarið er einfalt, Nei.
Burt með þessa bíla og ef með þarf þá eru starfsmenn �?jónustumiðstöðvar tilbúnir að hjálpa fólki við flutning í Sorpu, fólki að kostnaðarlausu.