Góður gangur hjá Álsey VE
�?að er áfram góður gangur á loðnuveiðum hjá okkur á Álsey. �?að tók okkur 13 tíma að fara úr höfn í höfn og að koma með fullt skip af loðnu sem fer í frystingu til manneldis og þá er einn stór lest undir fyrir bræðsluna. Sem sagt fórum út frá Eyjum eftir að hafa landað fyrsta flokks loðnu í Japans flokk í gær klukkan 10.30 og vorum mættir aftur við bryggju heima fyrir miðnætti eða klukkan 23:30. �?etta voru þrjú köst og líklega um 1.500 tonn. �?að er því líf og fjör áfram næg vinna í landi meðan skipin ná inn túrum milli þess sem það brælir. En sem fyrr þá gengur þessi loðnuganga hratt vestur og við enduðum á að kasta útaf Stokkseyri í gær svo stímið tekur að lengjast smátt og smátt aftur. Í dag er varla veiði veður því miður, skipin sem úti eru þurfa því að leita skjóls við Reykjanes og inna af Helguvík má sjá einhver skip bíða af sér veður. En er á meðan er og vonandi fæst stund á milli stríða til að veiða meira.
Bestu kveðjur frá Kristó

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.