Sjómannadagshelgin hófst með opna Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja í morgun og má segja að veðrið leiki við keppendur. Klukkan 17.00 í dag opnar Gylfi �?gisson afmælissýninguna Árabátasjómenn í Einarsstofu í Safnahúsi. Um er að ræða nýjar og nýlegar myndir til heiðurs kempum hafsins. �?ll eru verkin unnin með blandaðri tækni.
Klukkan 18.00 í dag er svo togararall á Einsa Kalda, þar sem Togarabjórinn frá The Brothers Brewery kemur formlega í sölu á krana. Ágúst Halldórsson kynnir bjórinn. Leó Snær og Einsi Bjöss taka nokkur lög og halda uppi stemmingunni. Stórviðburður dagsins verður svo í Höllinni klukkan 22.00, en þar mæta félagarnir í Skonrokk tyrkja-Guddu og rokka til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Á efnisskránni eru lög t.d. með Deep Purple, AC/DC, Metalica, Whitesnake, Kiss, Guns ‘N Roses og fl . Húsið opnar kl. 21.00.