Breski sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay virðist hafa orðið hugfanginn af dvöl sinni í Vestmanneyjum og ekkert síður af hinum íslenska lunda. Hann getur hreinlega ekki hætt að tala um fuglinn og eyjarnar í erlendum fjölmiðlum. Ramsay var þannig í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel og ræddi þar um hvernig hann hefði veitt lundann, rifið úr honum hjartað og borðað það hrátt. Fuglinn hefði síðan verið grillaður og borinn fram með fersku gúrkusalati.