Goslokahátíð 2019 - Dagskrá
Mynd/Óskar Pétur Friðriksson

Nú er komin út formleg og fjölbreytt dagskrá Goslokahátíðar sem hefst með sýningum og tónleikum á fimmtudaginn kemur.

Á föstudaginn fer svo m.a. fram 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjakaupstaðar og setning Goslokahátíðar á Skannsvæðinu. Klukkustund áður en afmælishátíðin fer fram mun Leikhópurinn Lotta sýna Litlu hafmeyjuna á Skanssvæðinu og Cirkus Flik Flak verður á svæðinu þannig að ungir sem aldnir fá eitthvað við sitt hæfi.
Um kvöldið býður Vestmannaeyjabær til stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni og síðar um kvöldið verður Pop Quiz fyrir 13-17 ára í Tónlistarskólanum.


Á laugardaginn verður m.a. dorgveiðikeppni á Nausthamarsbryggju, sundlaugadiskó, grill- og götustemning við Bárugötu í boði Landsbankans og brekkusöngur með Ingó Veðurguði. Um kvöldið verður gamla Goslokastemningin í Skvísusundi endurvakin í krónum með hljómsveitum og trúbador milli kl. 23 og 01:00. Síðar heldur fjörið áfram á Skipasandi fram til 03:30. 


Á sunnudaginn verður m.a. göngumessa og sýning Cirkus Flik Flak í Íþróttamiðstöðinni og Mugison tónleikar um kvöldið. Auk þess verður í boði fjöldi listasýninga og tónleika yfir helgina.

Eyjamenn og aðrir gestir eru hvattir til að mæta á sem flesta viðburði.

Dagskrá Goslokahátíðar verður dreift í öll hús á morgun þriðjudag og á miðvikudag.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.