Nú er komin út formleg og fjölbreytt dagskrá Goslokahátíðar sem hefst með sýningum og tónleikum á fimmtudaginn kemur.
Á föstudaginn fer svo m.a. fram 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjakaupstaðar og setning Goslokahátíðar á Skannsvæðinu. Klukkustund áður en afmælishátíðin fer fram mun Leikhópurinn Lotta sýna Litlu hafmeyjuna á Skanssvæðinu og Cirkus Flik Flak verður á svæðinu þannig að ungir sem aldnir fá eitthvað við sitt hæfi.
Um kvöldið býður Vestmannaeyjabær til stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni og síðar um kvöldið verður Pop Quiz fyrir 13-17 ára í Tónlistarskólanum.
Á laugardaginn verður m.a. dorgveiðikeppni á Nausthamarsbryggju, sundlaugadiskó, grill- og götustemning við Bárugötu í boði Landsbankans og brekkusöngur með Ingó Veðurguði. Um kvöldið verður gamla Goslokastemningin í Skvísusundi endurvakin í krónum með hljómsveitum og trúbador milli kl. 23 og 01:00. Síðar heldur fjörið áfram á Skipasandi fram til 03:30.
Á sunnudaginn verður m.a. göngumessa og sýning Cirkus Flik Flak í Íþróttamiðstöðinni og Mugison tónleikar um kvöldið. Auk þess verður í boði fjöldi listasýninga og tónleika yfir helgina.
Eyjamenn og aðrir gestir eru hvattir til að mæta á sem flesta viðburði.
Dagskrá Goslokahátíðar verður dreift í öll hús á morgun þriðjudag og á miðvikudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst