Gregg Oliver Ryder mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks ÍBV fyrir næsta tímabil. Hermann Hreiðarsson mun stýra Eyjamönnum næsta sumar en hann tekur við þjálfun liðsins núna í haust. Gregg, sem er 24 ára gamall Englendingur, hefur þjálfað annan flokk hjá ÍBV og mun sinna því starfi áfram auk þess að koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks.