Grétar Þór klár - óvíst með Sigurberg og Tedda
28. janúar, 2020
Erlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson

Olísdeild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld klukkan 18:30, þegar ÍBV tekur á móti Val. Valsmenn voru á mikilli siglingu í deildinni fram að hléi og hafa á að skipa sterku liði og því ljóst að verkefnið er krefjandi. Við heyrðum í Kristni Guðmundssyni og spurðum hann út í ástandið á hópnum og hvernig framhaldið horfir við honum.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi átökum hjá okkur. Það er rosalegt prógramm fram undan Valur, Selfoss, FH, Afturelding og Haukar á innan við 20 dögum. Deildin er mjög jöfn og þetta eru 7-8 lið sem eiga bullandi möguleika á því að vinna þetta mót.“

 

Ánægður með ástandið á hópnum

Varðandi ástandið á hópnum var Kristinn nokkuð ánægður. „Við höfum æft vel og erum að fá menn til baka úr meiðslum. Grétar Þór er kominn á fullt og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá hans kraft og hugarfar aftur á æfingar og inn í hópinn. Robbi Sig er búinn að ná sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í lok árs. Bæði Teddi og Sigurbergur eru farnir að æfa með okkur. Varðandi Sigurberg þá erum við bara að auka álagið á fótinn smátt og smátt og þetta bara tekur tíma en við erum bjartsýnir á að fá hann til baka. Það er erfiðara að segja með Theodór hann er misgóður og mikill dagamunur á honum þannig að það verður bara að koma í ljós hvernig honum tekst að jafna sig á sínum meiðslum.“

Það var ekki annað hægt en að spyrja Kristinn út í Kára Kristján en mikið mæddi á línumanninum á nýafstöðnu Evrópumóti í handknattleik. „Kári komst vel frá mótinu miðað við álag, svona mót tekur sinn toll og meira álag á Kára en við áttum von á fyrir mótið. Við erum með Elliða í toppstandi hann hefur verið að leysa þær mínútur vel sem hann hefur fengið í vetur. Ég hef engar áhyggjur af því ef Kári er eitthvað þreyttur.“

„Við höfum verið að vinna í því að bæta okkar leik og Nú þurfum við bara að halda því áfram, þá er bara skemmtilegur vetur fram undan,“ sagði Kristinn Guðmundsson að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.