Það verður seint sagt að KFS hafi lent í vandræðum í leikjum sínum gegn Augnabliki í sumar. Fyrsti leikur liðanna endaði 6:0 fyrir KFS, útileikurinn endaði 1:5 fyrir KFS og í kvöld unnu Eyjamenn 13:0 hvorki meira né minna. Yfirburðir KFS í leiknum voru algjörir en staðan í hálfleik var 5:0. Sigur KFS hefði í raun getað verið mun stærri því marksúlurnar björguðu gestunum nokkrum sinnum.