Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara 5. október. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum.
Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og er Kveikjum neistann verkefni Grunnskólans í Vestmannaeyjum tilnefnt fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, ásamt fjórum öðrum skólum. Aðrir flokkar eru framúrskarandi kennara, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Þá verða að auki veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.
Tilnefningar hljóta að þessu sinni:
Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Þessar menntastofnanir eru tilnefndir:
Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki til kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr. Tilnefndir eru þessir kennarar:
Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Eftirfarandi verkefni eru tilnefnd:
Ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. Tilnefningar fá:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst