Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði.
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 18 jan. kl. 11:00 og gildir til kl. 15:00.
Talsverð snjókoma á köflum með takmörkuðu eða lélegu skyggni. Búast má við versnandi akstursskilirðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, segir í viðvörunarorðum.
Norðan 5-10 m/s og bjartviðri, en lægir og þykknar upp í kvöld. Norðaustan og austan 5-13 og snjókoma seint í nótt, talsverð á köflum. Norðaustan 8-13 m/s og léttir aftur til seinnipartinn á morgun. Frost 3 til 10 stig, en um frostmark syðst eftir hádegi á morgun.
Spá gerð: 17.01.2024 09:46. Gildir til: 19.01.2024 00:00.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, stöku él og talsvert frost. Vaxandi austanátt sunnantil á landinu eftir hádegi og hlýnar, 15-23 og snjókoma eða slydda þar seint um kvöldið.
Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en styttir upp á sunnanverðu landinu er líður á daginn. Hiti um eða undir frostmarki.
Á sunnudag:
Norðanátt og dálítil él norðanlands, en suðlæg átt og skýjað með köflum sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðlæg átt, él og kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt með lítilsháttar éljum við suðaustur- og austurströndina.
Spá gerð: 17.01.2024 08:01. Gildir til: 24.01.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst