Gular viðvaranir gefnar út
ebfd8648c7b5dc019c19e365143877de_snjor-8.jpg
Spáð er talsverðri snjókomu á köflum með takmörkuðu eða lélegu skyggni.

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði.

Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 18 jan. kl. 11:00 og gildir til kl. 15:00.

Talsverð snjókoma á köflum með takmörkuðu eða lélegu skyggni. Búast má við versnandi akstursskilirðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, segir í viðvörunarorðum.

Suðurland

Norðan 5-10 m/s og bjartviðri, en lægir og þykknar upp í kvöld. Norðaustan og austan 5-13 og snjókoma seint í nótt, talsverð á köflum. Norðaustan 8-13 m/s og léttir aftur til seinnipartinn á morgun. Frost 3 til 10 stig, en um frostmark syðst eftir hádegi á morgun.
Spá gerð: 17.01.2024 09:46. Gildir til: 19.01.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, stöku él og talsvert frost. Vaxandi austanátt sunnantil á landinu eftir hádegi og hlýnar, 15-23 og snjókoma eða slydda þar seint um kvöldið.

Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en styttir upp á sunnanverðu landinu er líður á daginn. Hiti um eða undir frostmarki.

Á sunnudag:
Norðanátt og dálítil él norðanlands, en suðlæg átt og skýjað með köflum sunnan heiða. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Norðlæg átt, él og kalt í veðri.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt með lítilsháttar éljum við suðaustur- og austurströndina.
Spá gerð: 17.01.2024 08:01. Gildir til: 24.01.2024 12:00.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.