Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eitt af mörkum Vålerenga sem vann Viking frá Stafangri 3-2 í kvöld. Þetta var síðasti leikur fimmtu umferðar norsku deildarinnar. Gunnar var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli um miðjan seinni hálfleik. Stabæk hefur ellefu stig á toppi deildarinnar en Vålerenga og Fredrikstad koma stigi á eftir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst