Eyjamaðurinn Gunnar Már Sigurfinnsson hefur verið ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY, dótturfyrirtækis GA Telesis, alþjóðlegs þjónustufyrirtækis með varahluti og alhliða viðhaldsþjónustu við flugfélög um allan heim.
Viðskiptablað Morgunblaðsins greinir frá. Gunnar Már starfaði hjá Icelandair í 37 ár, fyrst í Vestmannaeyjum. Var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í tvígang og síðar framkvæmdastjóri Icelandair Cargo í 15 ár. Þar lét hann af störfum fyrr á þessu ári og tók við forstjórastöðunni hjá GA Telesis Engine Service OY. Er hann þar yfir einni grunnstarfsemi félagsins, hreyflaviðhaldsstöð þess sem er í Finnlandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst