Gunnar Már í nýju starfi

Eyjamaðurinn Gunnar Már Sigurfinnsson hefur verið ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY, dótturfyrirtækis GA Telesis, alþjóðlegs þjónustufyrirtækis með varahluti og alhliða viðhaldsþjónustu við flugfélög um allan heim.

Viðskiptablað Morgunblaðsins greinir frá. Gunnar Már starfaði hjá Icelandair í 37 ár, fyrst í Vestmannaeyjum. Var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í tvígang og síðar framkvæmdastjóri Icelandair Cargo í 15 ár. Þar lét hann af störfum fyrr á þessu ári og tók við forstjórastöðunni hjá GA Telesis Engine Service OY. Er hann þar yfir einni grunnstarfsemi félagsins, hreyflaviðhaldsstöð þess sem er í Finnlandi.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.