Gunnar Heiðar Þorvaldsson fer beint inn í byrjunarlið Reading sem sækir Nottingham Forest í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Þetta er fyrsti leikur Gunnars með Íslendingaliðinu. Ívar Ingimarsson er í liði Reading, Brynjar Björn Gunnarsson er á bekknum en Gylfi Þór Sigurðsson á við meiðsli að stríða í ristinni og er ekki í leikmannahópnum.