Hægt á veiðum hjá Vestmannaeyjatogurunum
Vestmannaey VE og Bergur VE við bryggju í Eyjum.

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Eyjum á sunnudag. Bæði skip voru nánast með fullfermi og var aflinn að mestu ýsa og þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að rótargangur sé í veiðinni. „Við fiskuðum í Háadýpinu og á Hólshrauni og það var ekkert mál að fylla skipið. Það er nóg af ýsu og þorski en því miður vantar ufsann. Við vorum innan við sólarhring að veiðum í túrnum. Nú þarf að hægja á og við höldum ekki til veiða á ný fyrr en á föstudag,“ segir Jón.

Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, tekur undir með Jóni og segir að ýsu- og þorskveiðin gangi eins og í sögu en það sjáist lítið af ufsa. „Við héldum til veiða á ný strax að löndun lokinni á sunnudaginn og áttum að ná í 20 tonn karfa og 20 tonn af ýsu. Við tókum karfaskammtinn í þremur holum. Eitt hol var tekið í Háadýpinu, eitt á Sneiðinni og eitt á Selvogsbanka. Þá sneru menn sér að ýsunni og náðu henni í fjórum holum. Eitt hol var tekið við Surt, tvö við Landsuðurhraun og eitt í Háadýpinu. Samtals varð aflinn 53 tonn. Það er ekki hægt að kvarta undan þessu,“ segir Egill Guðni.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.