Hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar
stjornsysluhus_tms
Aðsetur sýslumannsembættisins eru í stjórnsýsluhúsinu. Eyjar.net/Tryggvi Már

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 1. júní 2024 er hafin.

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á opnunartíma skrifstofunnar að Heiðarvegi 15.

Afgreiðslutími er sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga kl. 9:15 – 15:00. Föstudaga kl. 9:15 – 14:00.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum svo sem vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini.

Atkvæðagreiðsla í heimahúsi:

Ef kjósandi getur ekki kosið á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að kjósa í heimahúsi. Beiðni þess efnis, sem studd skal vottorði lögráða einstaklings um hagi kjósanda, skal berast embættinu fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 30. maí n.k. Mælst er til þess að beiðnir þessa efnis berist embættinu án ástæðulauss dráttar. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Landskjörstjórnar, www.kosning.is og óskast það sent á netfangið vestmannaeyjar@syslumenn.is eða lagt inn á einhverri af skrifstofum embættisins.

Ábyrgð á atkvæði:

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 76. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá.

Lengdur afgreiðslutími vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar verður auglýstur síðar.

Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má nálgast á vefsíðunni www.kosning.is.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar, á sjúkrastofnunum sýslumannsins í Vestmannaeyjum, fer fram sem hér segir:

Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sjúkradeild,
Sólhlíð 10, Vestmannaeyjum

Föstudaginn 31. maí kl. 14:00 -15:00.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir,
Dalhrauni 3, Vestmannaeyjum

Fimmtudaginn 30. maí kl. 13:00.

Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.

Bent er á vefsíðurnar www.syslumenn.is og www.kosning.is, þar sem nálgast má eyðublöð og allar nauðsynlegar upplýsingar vegna komandi kosninga.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.