Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Fram koma að viðræður ganga yfir milli ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem hafa verið með samning sem tekur til þjónustu vegna samræmdrar móttöku flóttafólks þmt Vestmannaeyjabæ. Óánægja hefur verið með núverandi samning og er verið að leita lausna til að framlengja hann. Helst er verið að deila um ýmsar kröfulýsingar til sveitarfélaga (þjónustusala) s.s. vegna húsnæðismála og þjónustu við börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Einnig er deilt um fjármál. Áhyggjur eru af þjónustuþætti Vinnumálastofnunar til flóttafólks í Vestmannaeyjum vegna fjarlægðar stofunarinnar, samgangna og takmarkaðra heimsókna til Vestmannaeyja.
Ráðið telur í niðurstöðu sinni um málið mikilvægt að styðja við móttöku flóttafólks en jafnframt að gætt sé að kröfur til sveitarfélaga sé sanngjarnar og í samræmi við lög og reglur. Einnig telur ráðið mikilvægt að tryggja sanngjarnar og eðlilegar greiðslur sem og aðkomu og tryggra þjónustu allra aðila. Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að fylgja málinu eftir og samþykkir fyrir sitt leiti að samningur verið framlengdur með framangreind atriði í huga.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.