Að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar var tíð var lengst af hagstæð og óvenjuhlýtt var í veðri um austanvert landið var mánuðurinn sums staðar sá hlýjasti frá upphafi mælinga og í hópi þeirra hlýjustu um land allt. �?rkomusamt var og dimmt. Ekki var mikið um illviðri að undanskildum fáeinum hvössum dögum undir lok mánaðarins og urðu þá nokkrar samgöngutruflanir. �?á kólnaði nokkuð og var snjór á jörðu um allt land að kalla yfir jólahátíðina. �?ann snjó tók þó fljótt upp aftur.
Meðalhiti var vel yfir meðaltali og hvergi hærri en í Surtsey þar sem hann var 4,9 stig. Lægstur var meðalhitinn í Sandbúðum, -3,0 stig. Á Dyngjujökli var meðalhitinn -7,7 stig, en ekki er um staðalmæliaðstæður að ræða þar. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti, -0,5 stig. Á Stórhöfða var meðalhitinn 4,0 stig sem er 2,6 stigum hærra en meðaltal áranna 1961 til 1990 en tveimur stigum yfir meðaltali síðustu tíu ára. Er þetta sjöundi heitasti desember í 140 ár.
Meðalhiti í Reykjavík mældist 3,6 stig og er það 3,8 stigum ofan meðalhita áranna 1961 til 1990, en 3,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8 stig, 4,7 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 3,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 3,0 stig og 4,0 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
Að tiltölu var hlýjast norðaustanlands, 4,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Möðrudal. Kaldast að tiltölu var undir Eyjafjöllum þar sem hiti var innan við 2 stig ofan meðallags sömu ára.
Mest frost í mánuðinum mældist -24,1 stig á Dyngjujökli þann 31., og -17,7 við Setur sama dag. Mest frost í byggð mældist -15,9 stig á Haugi í Miðfirði þann 21. Mesta frost á mannaðri stöð mældist á Grímsstöðum á Fjöllum þann 21., -14,0 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist 16,2 stig á Dalatanga þann 4. �?á mældist hámarkið 15,8 stig á mönnuðu stöðinni á sama stað.
Hámarkið á Dalatanga þann 4. er nýtt landsdægurhámark, einnig var sett nýtt landsdægurhámark þann 27. þegar hiti fór í 15,6 stig á Sauðanesvita.
Ský yfir Reykjavík 24.12.2016. Reykjavík, Fossvogur 24.12.2016. Ljósmynd: Guðrún Pálsdóttir.
�?rkoma
�?rkoma var víðast hvar meiri en í meðallagi, einna mest að tiltölu um landið norðvestanvert og sums staðar á Austfjörðum.
�?rkoman í Reykjavík mældist 146,7 mm, tæp 90 prósent umfram meðallag og sú mesta í desember síðan 2007. Á Akureyri mældist úrkoman nú 81,7 mm, rúm 50 prósent umfram meðallag, en samt nokkru minni en í undanförnum fjórum desembermánuðum. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 160,6 mm, meira en tvöfalt meðallag og sú mesta í desember síðan 2007. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 235,0 mm.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 23, níu fleiri en í meðalári, aðeins einn dagur var alveg þurr. Á Akureyri mældist úrkoma 1 mm eða meiri 15 daga, fjóra daga umfram meðallag.
Snjór
Alhvítt var sjö morgna í Reykjavík, sex færri en að meðaltali 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir aðeins 5, 17 færri en í meðalári, og hafa ekki verið jafnfáir þar í desember síðan 2002.
Sólskinsstundafjöldi
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust aðeins 3,2, 9 færri en í meðaldesember og hafa ekki mælst svo fáar í desember síðan 2004. Sólskinsstundir eru aldrei margar í skammdeginu. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 0,3, og er það í meðallagi.
Vindur
Vindhraði var í ríflegu meðallagi, um 0,3 m/s umfram meðallag síðustu tíu ára á sjálfvirku stöðvunum. Suðlægar áttir voru mun algengari og stríðari en þær norðlægu. Mjög hvasst var af suðri og síðar suðvestri víða um land 27. og 28. desember.
Loftþrýstingur
Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 994,1 hPa og er það -7,0 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist þrýstingurinn 1040,1 hPa á Reykjavíkurflugvelli þann 31. kl.24. en lægstur 944,1 hPa á Gufuskálum þann 20.
Af vedur.is