Mikið líf hefur verið í sjónum umhverfis Heimaey undanfarna daga en áður hefur verið sagt frá markrílvöðu sem var vestan við eyjuna í lok síðustu viku. Þá hafa háhyrningar elt fæðuna og leika um leið listir sínar fyrir þá sem á horfa. Þeir urðu því ekki fyrir vonbrigðum ferðamennirnir um borð í ferðamannabátnum Víkingi sem fylgdust með um 15 háhyrningum gæða sér á kræsingum hafsins í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst