Hákon Daði gengur til liðs við ÍBV
Hákon Daði við undirskriftina. Mynd/ÍBV handbolti

Handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍBV og mun leika með félaginu þegar Olís deildin fer aftur af stað í byrjun febrúar. ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélgasmiðlum sínum í dag. Hákon kemur til liðsins frá þýska liðinu Eintracht Hagen og gildir samningur hans við ÍBV út yfirstandandi tímabil.

Hákon Daði er 28 ára og leikur sem vinstri hornamaður. Hann hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2021, fyrst með Gummersbach og síðar með Eintracht Hagen.

Í tilkynningu ÍBV segir ,,Hákon þarf vart að kynna en hann kemur til liðsins frá þýska liðinu Eintracht Hagen og mun án efa styrkja hópinn út yfirstandandi tímabil. Við bjóðum Hákon Daða hjartanlega velkominn aftur til ÍBV og hlökkum til að sjá hann láta til sín taka á parketinu”.

Eyjamenn sitja í sjötta sæti Olís deildarinnar með 17 stig eftir 15 umferðir. Deildin fer aftur af stað 4. febrúar og þá taka Eyjamenn á móti Selfoss kl. 18:00.

Nýjustu fréttir

Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.