Vegna leiks ÍBV og Grindavíkur í síðustu umferð Pepsídeildar karla, hefur leikjum bæði karla- og kvennaliðs ÍBV í handbolta verið hnikað til en leikirnir áttu að fara fram nánast á sama tíma og fótboltaleikurinn. Kvennalið ÍBV leikur í úrvalsdeild en í fyrsta leik mæta þær Gróttu. Leikurinn hefur verið færður til 12:00 á laugardaginn til að skarast ekki á við fótboltaleikinn, sem hefst klukkan 14:00.