Handboltaveisla í hæsta klassa

Það er óhætt að fullyrða að handboltaleikirnir sem fram fara í íþróttamiðstöðinni í dag séu af stærri gerðinni. Veislan hefst á leik ÍBV og Vals í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Stutt er síðan að liðin mættust í Vestmannaeyjum þar sem Valsmenn höfðu betur. Leikmenn Vals komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi og því ekkert því til fyrirstöðu að flauta til leiks klukkan 14:00 í dag.

Það verða ekki síðri taktar á paketinu við Brimhóla klukkan 17:00. Þá fer fram “Stærsti íþróttaviðburður Íslands ár hvert – STJÖRNULEIKURINN!,” eins og segir í tilkynningu frá ÍBV. Viðburður sem ekki þarf að kynna fyrir neinum, en okkar helstu stjörnur stíga fram á gólfið og sýna flott takta. Um er að ræða styrktarleik eins og venjulega, til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.

“Oft hefur verið þörf en nú er nauðsynlegt að troðfylla húsið á báðum viðburðum og mynda geggjaða stemningu á pöllunum.”

Nýjustu fréttir

Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.