Ég undirritaður Hannes Friðriksson tilkynni hér með að ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna Alþingiskosninganna í Suðurkjördæmi. Það geri ég vegna þess að ég hef áhuga og vilja til að taka virkan þátt í því að móta samfélag okkar um leið og ég tel að fjölbreytt reynsla mín nýtist til góðra verka á Alþingi.