ÍBV og Haukar áttust við í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Olís-deild karla núna fyrr í dag. Haukar höfðu betur 29:24 eftir flottan baráttuleik sem var virkilega skemmtilegur og spennadni framan af. Hákon Daði Styrmisson og Theodór Sigurbjörnsson voru markaðhæstir og skoruðu úr sitthvoru horninu. Theadór skoraði 13 mörk fyrir ÍBV og Hákon Daði skoraði 10 mörk. Liðin mætast næst í Vestmannaeyjum og má búast við mjög spennandi leik.