Hef ekki enn fengið löðrung

Tónlistamaðurinn Júníus Meyvant stendur í stórræðum þessa daga en nýjasta plata hans „Across the borders” kom út nú á dögunum.

„Ég hef fengið mjōg góðar viðtōkur við plōtunni. Góða dóma og góða umfjōllun á hinum þessum miðlum,” sagði Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bakvið Júníus, í spjalli við Eyjafréttir og bætti við. „Hef ekki enn fengið lōðrung.”

Platan er aðgengileg á öllum helstu tónlistarveitum og fæst einnig á vínyl og geisladisk t.d. í vefverslun Record Records.

Júníus Meyvant fylgir plötunni eftir með röð tónleika um allan heim. Hann hefur þó leikinn á okkar ylhýra í Bæjarbíó, í Hafnarfirði, í dag og á morgun fimmtudag. Á föstudag og laugardag leikur hann svo á heimavelli með tónleika í Alþýðuhúsinu.
„Fólk má búast við Gargi lúðra blæstri hvísli og organiskum syntha tónum. Ég hlakka mikið til að spila nýtt efni fyrir heimamenn með hjálp mikilla tónmeistara,” sagði Unnar Gísli um tónleikana í Eyjum.

Enn eru örfáir miðar í boði á föstudagskvöldið en uppselt er á laugardag. Það er því ennþá tækifæri að sjá þennan skemmtilega tónlistarmann á sviði á litlum og einlægum tónleikum áður en hann sigrar heiminn.

[add_single_eventon id=”65212″ ]

[add_single_eventon id=”62505″ ]

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.