Heimir er kominn til Jamaíka

RÚV.is greindi frá því í gær að Heimir Hallgrímsson væri búinn að skrifa undir 4 ára samning knattspyrnusamband Jamaíka um þjálfun á landsliði þeirra.

„Þetta var bara einhver tenging í gegnum þjálfara. Svo gerðist þetta ansi hratt á stuttum tíma. Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig. En þegar við fórum að skoða landsliðið og kannski hvernig þeim var búið að ganga þá fannst okkur þetta vera fullkomin tenging. Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“

Hann segist líta á verkefnið sem frábært tækifæri til að kynnast nýjum hlutum,
til þess sé jú lífið. „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“

Varðandi launakjör segir Heimir: „Þetta er örugglega bara svipað og maður
hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki
auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“

Viðtalið í heild má nálgast á vef ruv.is hér.

Heimir aðstoðaði Hemma Hreiðars í sumar hjá ÍBV, en er nú kominn til Jamaíka. Mynd: Hafliði Breiðfjörð hjá Fótbolti.net

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.