Heitasti dagur sumarsins í Vestmannaeyjum var í gær. Komst hitinn á Stórhöfða í 19,4 gráður kl. 13.00 í sól og hægum vindi. Hlýtt var allan daginn og var hitinn 16 og yfir 18 gráður. Ekki er um met að ræða. Það var sett á Stórhöfða 30. júlí 2008 þegar hitinn komst í 21,6 gráður. Mælingar á Stórhöfða ná aftur til ársins 1921 og áður hefur hiti leikið um Eyjamenn því árið 1924 komst hiti á Stórhöfða í 21,2 gráður.
Spá næstu daga er hagstæð þó ekki verði sól alla daga. Þá er vert að geta þess að hiti í Vestmannaeyjabæ er yfirleitt hærri en á Stórhöfða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst