Eyjakonan Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur verið búsett í Flórída síðan árið 2011 en þar er hún ásamt manni sínum Karli �?lafi Finnbogasyni og þriggja ára dóttur, Kamillu Björgu Karlsdóttur. �?ti í Flórída starfar Ingibjörg sem kerfisfræðingur, ásamt því að vera í meistaranámi í viðskiptastjórnun, en Karl �?lafur starfar sem internet markaðsfræðingur. �?að hefur líklega ekki farið fram hjá neinum lifandi manni að undanfarnar vikur hafa fellibyljir riðið yfir Karíbahaf og inn á meginland Bandaríkjanna með tilheyrandi eyðileggingu og manntjóni en á fjórða tug manns hafa látið lífið sökum þess. Blaðamaður hafði samband við Ingibjörgu í síðustu viku og ræddi við hana um hamfarirnar.
�??Við búum núna í bæ á austurströnd Flórída sem heitir Melbourne, en hann er í ca. klukkustundar akstur austur af Orlando,�?? segir Ingibjörg aðspurð út í nákvæma staðsetningu en þess má geta að 13 milljónir manna í Flórída misstu rafmagn á meðan á hamförunum stóð og þar á meðal 85% fólks í sýslunni sem fjölskyldan býr í.
Hvenær áttuðuð þið ykkur á því sem í vændum var? �??Ca. 10 dögum áður en Irma kom á land byrjuðum við að sjá mikið um þetta í sjónvarpinu og fólk mikið að tala um þetta. Mánudaginn 4. september var svo frídagur hér, svo að margir nýttu tækifærið og fóru að gera allt tilbúið. �?g held að þá hafi maður áttað sig á að þetta væri örugglega á leiðinni hingað, s.s viku áður en Irma skall á,�?? segir Ingibjörg.
Höfðu upplifað fellibyl áður
Fyrstu viðbrögð þeirra var að halda ró sinni enda margt sem getur breyst þegar veðurspár eru annars vegar. �??Við vorum frekar róleg í byrjun því svona veðurspár geta breyst svo hratt. Við ákváðum samt að byrja að græja allt snemma til að vera örugg. Við vorum líka aðeins rólegri í ár því að á síðasta ári var búist við að fellibylurinn Matthew myndi ganga á land með þvílíkum styrk hér í bænum okkar. Hann breytti um stefnu á síðustu stundu svo það urðu sem betur fer ekki miklar skemmdir hér. Matthew var fyrsti fellibylurinn okkar, svo við vorum frekar stressuð þá. Við vorum líka nýbúin að kaupa hús svo við vissum eiginlega ekkert hvernig það myndi standa svona óveður. Með Irmu vissum við betur hvernig við áttum að undirbúa okkur og treystum húsinu okkar betur.�??
Betra að halda kyrru fyrir en að vera föst í bíl
Um sex milljónum manna var skipað að yfirgefa heimili sín á meðan versta veðrið gekk yfir en þrátt fyrir það segir Ingibjörg þau aldrei hafa óttast um líf sitt. �??Við ákváðum að vera heima. Við vorum búin að bóka nokkur hótel til öryggis, ef allt færi á versta veg, en ca. tveimur til þremur dögum áður en Irma gekk á land breytti hún aðeins um stefnu og fór meira yfir vesturströndina en austurströndina eins og búist var við í fyrstu. Bærinn okkar var því eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á í Flórída. �?að var líka ótrúlega erfitt að komast út úr Flórída út af umferð og bensínskorti. Við tókum þess vegna ákvörðum um að það væri betra að vera heima í húsinu okkar, heldur en föst í bílnum á einhverri hraðbraut.�??
�?egar ákvörðun hafði verið tekin um að halda kyrru fyrir var næst á dagskrá að undirbúa sig fyrir átökin. �??Fólk kaupir mat og drykk sem á að geta dugað í þrjá daga án rafmagns. Vinsælast er að kaupa mikið brauð, bollasúpur, snakk, hnetusmjör, og ótrúlegt magn af vatni. Við fylltum bæði baðkörin okkar af vatni, svo hægt væri að sturta niður og þvo sér ef vatnið færi, sem gerðist. Við tókum allt inn sem var úti í garði, garðhúsgögn, trampólín o.fl., og settum stálplötur (e. hurricane shutters) fyrir alla gluggana á húsinu okkar,�?? segir Ingibjörg sem greinilega var ekki að gera þetta í fyrsta skiptið.
Eiga góða að úti í Flórída
Hvernig var upplifunin að ganga í gegnum svona hamfarir? �??Auðvitað var þetta mjög stressandi, en ég held að við höfum tekið allar réttu ákvarðanirnar. Við erum líka með ótrúlega gott tengslanet hér, góða vini og nágranna sem grípa inn í þegar manni vantar hjálp. Margir þeirra sem við þekkjum hér hafa gengið í gegnum svona oft áður, svo þeir gátu gefið okkur góð ráð,�?? segir Ingibjörg.
Til allrar hamingju slapp fjölskyldan við tjón af einhverju tagi, að ótöldum trjám í garðinum sem féllu í valinn á meðan Irma gekk yfir. �??Sem betur fer sluppum við, en það voru einungis nokkur tré sem féllu í garðinum okkar. Við vorum líka ótrúlega heppin og misstum bara rafmagn, vatn, og símasamband í tíu tíma. Enn í dag megum við samt sem áður ekki drekka eða elda uppúr kranavatninu í bænum okkar því að vatnsleiðslan fór í sundur einhvers staðar og það er enn þá verið að laga hana. Einnig hefur bærinn sent út tilkynningu um að maður eigi að nota eins lítið vatn og hægt er á meðan, t.d alveg stranglega bannað að vökva grasið, setja í uppvöskunarvél, eða þvo bílinn,�?? segir Ingibjörg.
Rafmagn og vatn enn af skornum skammti
Hvernig er ástandið í ykkar nærumhverfi? �??�?að er svolítið um skemmdir á húsum, aðallega þar sem stór tré hafa fallið á þök. Á nokkrum stöðum skolaði veginum í burtu og flest öll skilti af búðum og veitingastöðum í bænum eru fokin. �?að var svoldið um flóð á mörgum stöðum en það er mest allt farið núna. Mjög margir af samstarfsfélögum okkar eru enn án vatns og rafmagns, svo margir nýta sér það að geta farið í sturtu á skrifstofunum okkar. Ekkert rafmagn þýðir líka engin loftkæling í yfir 30 stiga hita. Flest umferðarljós í bænum eru enn biluð og svo er lítið til af bensíni og búðir nánast tómar. Skólar og fyrirtæki hafa einnig verið lokuð alla vikuna vegna rafmagnsleysis,�?? segir Ingibjörg að endingu.