ÍBV ætlar að fá nýjan markvörð til að fylla skarð Abel Dhaira sem gekk til liðs við Simba í Tansaníu um helgina. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, segir að ekki sé ljóst hver muni standa á milli stanganna hjá liðinu næsta sumar. „Það er allt galopið. Þetta er nýkomið upp. Við vonuðumst til að Abel yrði áfram en það verður ekki úr þessu og það verður að finna nýjan markmann,“ sagði Hermann við Fótbolta.net í dag.