Herjólfur flutti alls 85.033 farþega í ágúst 2025, sem er örlítil fækkun frá sama mánuði í fyrra segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir.
„Júlí og ágúst er alla jafna stærsti mánuðurinn í farþegaflutningum og í ár erum við mjög ánægð með árangurinn, og er þá helsti breytiþátturinn hvernig Þjóðhátíðin lendir á þessa mánuði, “ segir Ólafur. Fimmtudagurinn á Þjóðhátíð var nú í júlí sem skýrir að farþegum fækkar lítillega á milli ára í ágústmánuði.
„Annað sem hafði áhrif á farþegatölurnar í ágúst var að við þurftum að sigla heilan dag til Þorlákshafnar. Það gerist afar sjaldan í ágúst, en veðrið réði ferðinni. Slíkt hefur alltaf áhrif á farþegatölurnar, enda er ferðin lengri og fáir sem líta á slíkar ferðir sem einhverjar skemmtisiglingar.”
Fyrstu átta mánuði ársins eru taldir saman eru farþegar Herjólfs alls 361.115 sem er talsvert meira en nokkurn tímann áður. Og það eru vendingar framundan.
„Herjólfur siglir til Hafnarfjarðar aðfararnótt mánudags og verður í slipp næstu vikurnar, Breiðafjarðarferjan Baldur leysir Herjólf af. Hann ber færri farþega og færri bíla og til að mæta því hefur stjórn Herjólfs ákveðið að taka aftur upp átta ferða áætlun til að röskunin verði sem allra minnst. Herjólfur kemur svo til baka í lok september,” segir Ólafur Jóhann.
Fram kemur í tilkynningu frá skipafélaginu að tekin hafi verið ákvörðun um að flýta ferð sem áætluð var kl. 23:15 frá Landeyjahöfn nk. sunnudag til kl. 22:45. Ástæðan fyrir breytingunni er sú að Herjólfur IV mun hefja siglingu til Hafnarfjarðar þar sem hann mun vera í slipp frá og með 8.september í 2-3 vikur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.