Herjólfur hættir að hlaða í heimahöfn
Gríðarleg hækkun á raforkuflutningi ástæðan
2. janúar, 2026
Hledsla Herj 2020 La
Herjólfur er hættur að hlaða í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Rafmagnsferjan Herjólfur hefur hætt að hlaða í Vestmannaeyjum eftir að gjaldskrá fyrir flutning raforku til Eyja hækkaði verulega, samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila ferjunnar. Ný gjaldskrá tók gildi á nýársdag, og hefur ekki verið hlaðið síðan á gamlársdag. Í kjölfarið siglir Herjólfur nú á olíu frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar.

„Þessi hækkun er einfaldlega óverjandi og knýr okkur að þeirri erfiðu ákvörðun að hætta að hlaða skipið í Vestmannaeyjum,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir.

Ríkið fjárfestir – ríkið kollvarpar

Herjólfur var hannaður og byggður sem rafmagnsferja eftir umfangsmikla fjárfestingu ríkisins í rafmagnsbúnaði, bæði um borð og í landi, með það að markmiði að draga úr olíunotkun og minnka kolefnisspor ferjusiglinga. Að mati framkvæmdastjórans hafi ákvarðanir stjórnvalda nú haft þær afleiðingar að erfitt sé að fylgja þeim markmiðum eftir.

„Það er með ólíkindum að ríkið skuli fyrst fjárfesta í rafvæðingu ferjunnar og síðan taka ákvarðanir um svo gríðarlegar hækkanir að okkar mati leiði til þess að við þurfum að knýja skipið á olíu. Þetta gengur gegn allri skynsemi, bæði rekstrarlega og umhverfislega,“ segir Ólafur.

Siglt á olíu þvert á umhverfismarkmið

Vegna hækkunarinnar hefur Herjólfur nú hætt allri hleðslu í Vestmannaeyjum og siglir á olíu á leiðinni til Landeyjahafnar en heldur áfram að hlaða í Landeyjahöfn þar sem rafmagnsverðið er mun hagstæðara.

Samkvæmt framkvæmdastjóranum er staðan alvarleg og hann telur að hún sendi röng skilaboð um forgangsröðun í loftslags- og samgöngumálum. „Ef vilji væri til að styðja við umhverfisvænar samgöngur væri þetta einfaldlega ekki gert. Þetta er að okkar mati niðurstaða pólitískra og stjórnsýslulegra ákvarðana, ekki val okkar,“ segir hann.

Skorið niður og gjöld hækkuð

Ólafur bendir einnig á að hækkun gjaldskrár Landsnets komi ofan á boðaðan niðurskurð á fjárframlagi til ferjusamgangna. Að hans sögn setji samspil þessara aðgerða rekstur Herjólfs í þrönga stöðu.

„Annars vegar er verið að skera niður framlög til ferjusamgangna og hins vegar að hækka gjöld ríkisfyrirtækja gríðarlega. Þetta er tvöfaldur skellur og að okkar mati bitnar beint á samfélaginu hér í Vestmannaeyjum og þeim sem vilja sækja Eyjarnar heim.“

Þrýstingur á hækkun fargjalda

Herjólfur hefur lagt ríka áherslu á að halda fargjöldum eins hagstæðum og mögulegt er, enda skipti það sköpum fyrir íbúa Vestmannaeyja og atvinnulíf í Eyjum. Framkvæmdastjórinn segir þó að nú blasi við að erfitt geti reynst að standa gegn hækkunum til lengdar. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að halda fargjöldum lágum. En að okkar mati er með þessum aðgerðum verið að þrýsta okkur í þá stöðu að við höfum einfaldlega ekki annað val,“ segir Ólafur.

Kallar eftir endurskoðun

Að lokum kallar framkvæmdastjóri Herjólfs eftir því að ákvörðun Landsnets verði endurskoðuð án tafar. „Að mínu mati er fjarri allri skynsemi að hækka gjaldskrá þannig að verðið verði nærri fjórfalt hærra en það var áður. Það getur varla verið hagur Landsnets eða samfélagsins að Herjólfur sigli frekar á olíu frá Vestmannaeyjum en á raforku. Núverandi staða að okkar mati gengur hvorki upp rekstrarlega né umhverfislega og þjónar engum,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.