Herjólfur siglir og ÍBV leikur við Hauka í Olísdeild karla
�?ó að á Höfðanum blási ein 17 stig siglir Herjólfur og það verður leikur í handboltanum í kvöld kl. 19.30. Veðrið sem nú gengur yfir er að ná hámarki en það er aðeins sýnishorn af því sem við fáum að kynnast á morgun þegar eitt versta, já, segi og skrifa, eitt versta, veður vetrarins skellur á landinu með mikilli úrkomu miklum vindi.
Klukkan 18.00 er gert ráð fyrir 22 m af suðaustri á Stórhöfða og á miðnætti verður vindur kominn niður í 17 m. Klukkan 18.00 er gert ráð fyrir að ölduhæð við Landeyjahöfn verði 5,6 m, lækkar þá lítillega en nær sér aftur ástrik og á að vera 8,8 m á hádegi á morgun. Í klukkan 18.00 fer ölduhæð við Surtsey upp í 7,6 m en slær upp í 11,7 um hádegisbil á morgun. Herjólfur sleppur því við það versta í dag en ólíklegt verður að teljast að hann sigli á morgun.
ÍBV mætir ÍBV í Olísdeild karla á eftir og leikurinn verður, því Haukar komu með Herjólfi áðan. �?að má búast við hörkuleik í slag um heimaleikjaréttinn. Haukar eru í 5. sæti með 23 stig og ÍBV í því 6. með 22 stig. Eyjamenn eiga þó leik til góða á móti Stjörnunni sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.
Spá veðurstofunnar
Suðaustan 18-25 m/s S- og V-til, en 15-23 A-lands í kvöld. Rigning, þar af talsverð um landið S-vert. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á kvöldið, fyrst vestast. Hvessir seint í nótt, suðaustan og sunnan 20-30 í fyrramálið. Talsverð rigning um sunnanvert landið, en úrkomuminna fyrir norðan. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig í kvöld.
Veðurspá gerð 13.03.2015 15:48

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.