Herjólfur lenti í vandræðum við Landeyjahöfn nú fyrr í kvöld í að siglingu og þurfti frá að hverfa. Aðstæður voru erfiðar í kvöld en allar ferðir eftir hádegi í dag hafa fallið niður. Töluverður ótti greip um sig um borð í bátnum þegar skyndilega var beygt frá. Meðfylgjandi myndband sýnir fyrst þegar báturinn sneri við og þegar hann komst í höfn nokkrum mínútum seinna. Allar aðrar ferðir hafa verið felldar niður þar til í fyrramálið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst