Hermann Hreiðarsson rifjaði upp gamla takta í leik með Portsmouth um helgina gegn Bristol City. Hermann geystist þá upp völlinn, lék sér aðeins að varnarmönnum Bristol áður en hann skaut að marki úr þröngu færi. Hann skoraði reyndar ekki en liðsmenn fótboltaþáttarins Soccer AM á Sky tóku eftir þessu og settu í syrpu vikunnar. Hermann er þar í hópi með ekki ómerkari mönnum en Iniesta, Rooney, Thiago, Messi og Pique.