Hljómey er frábær viðburður og kominn til að vera!

„Til hamingju Guðmundur Jóhann og Birgir Nielsen með tónlistarhátíðina ykkar. Þetta er geggjað frumkvæði sem gleður svo marga!“ segir Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri á Facebooksíðu sinni. Er þarna að hæla Hljómey, stórkostlegum tónleikum sem haldnir voru í annað skiptið í gærkvöldi.

„Uppselt strax í febrúar og mikið var gaman. Þið, frábærir listamenn og húseigendur sem buðu heim gerðuð þetta að magnaðri upplifun. Takk fyrir frábært kvöld!“ sagði Íris einnig sem lánaði okkur myndirnar.

Hljómey skartaði listafólki eins og GDNR, KK, Moldu, Helgu og Arnóri, Jónasi Sig, Hipsumhapsi, Klaufum og mörgum fleiri. Tónleikarnir voru í heimahúsum og nýtti fólk sér að ganga á milli í góða veðrinu og njóta. Hljómey er fyrsti af mörgum viðburðum sumarsins í Vestmannaeyjum.

GDRN

 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.