Hlustendaverðlaunin 2017 - Júníus Meyvant og Sindri Freyr tilnefndir
6. janúar, 2017
Ekki nóg með það að Júníus Meyvant sé tilnefndur sem flytjandi ársins í Hlustendaverðlaununum 2017, þá er hann einnig tilnefndur sem söngvari ársins, fyrir bestur plötuársins, Floating Harmonies og fyrir lag ársins, Neon Experience. Sindri Freyr er sömuleiðis tilnefndur sem nýliði ársins en í þeim flokki eru til að mynda Hildur og Aron Can. Hægt er að taka þátt í kosningunni með því að fara inn á Hlustendaverðlaunin 2017 og smella á “like” hnappinn sem fylgir hverri tilnefningu.