Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bar sigur sigur úr býtum í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 30:23 mínútum. „Skemmtilegu Reykjavíkurmaraþoni lokið! Setti mér markmið að vera undir 6:30 í pace og endaði á tímanum 1:04:35, pace 6:22. Adda var á tímanum 1:00:04,“ segir Magnús Bragason á FB-síðu sinni.
„Við erum búin að vera æfa undir stjórn Friðriks og eru hans góðu æfingar að skila sér. Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson sigraði í 10 km. Við hlupum til styrktar Parkinsonsamtökin og þökkum við þeim sem styrktu,“ sagði Magnús.
Alls voru 14.300 hlauparar skráðir í hlaupið. Uppselt var í bæði hálft maraþon og 10 km hlaup, og aðeins örfáir laup pláss í heilt maraþon.
Fjölmargir Eyjamenn taka þátt í hlaupinu að venju og safna til góðra mála eins og flestir. Margir söfnuðu fyrir Krabbavörn Vestmannaeyjum og Minningarsjóð Gunnars Karls. Vel viðraði til hlaupa í Reykjavík.
Myndir af FB-síðu Magnúsar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst