Höfðingleg gjöf Ágústs og Kolbrúnar setur Bókasafn Vestmannaeyja í hóp merkustu safna landsins
18. febrúar, 2017
�?að var mikið um dýrðir í Einarsstofu í Safnahúsinu á laugardaginn þegar hjónin Ágúst Einarsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, afhentu 1500 bækur til Bókasafns Vestmannaeyja. Er þar að finna nokkrar af merkustu bókum íslenskrar ritlistar, allar Biblíur sem gefnar hafa verið út á Íslandi frá Guðbrandsbiblíu. �?ar með er Bókasafn Vestmannaeyja komið í hóp merkustu safna á landinu. Ágúst er sonur Einars Sigurðssonar og átti afhendingin að fara fram þriðjudaginn sjöunda febrúar en þá voru 111 ár liðin frá fæðingu Einars.
�?ann tólfta desember sl. kallaði Ágúst Einarsson, fyrrum alþingismaður, athafnamaður, rektor og prófessor þá Kára Bjarnason, forstöðumann Bókasafns Vestmannaeyja, Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóra og Helga Bernódusson, skrifstofustjóra Alþingis á sinn fund og kynnti fyrir þeim bókagjöf til Bókasafns Vestmannaeyja. Og bókagjöfin er ekki smá í sniðum og líklega ómetanleg í krónum talið. Í allt eru þetta um 1.500 bækur, og meðal þeirra eru margar af helstu perlum íslenskrar bóksögu.
Sem dæmi má taka er að þarna eru allar útgáfur Biblíunnar að meðtalinni Guðbrandsbiblíu (1584), �?orláksbiblíu (1644) og Steinsbiblíu (1728). Höfuðverk íslenskrar menningar eru þarna miklu fleiri, t.a.m. Crymogea Arngríms lærða (1610), Kristni sagan (1688) og Íslendingabók Ara fróða (einnig 1688). �?á eru bækur sem annað hvort eru ekki til í neinu bókasafni eða aðeins á Landsbókasafni og má taka sem dæmi guðspjallabók frá 1725 (aðeins á Landsbókasafni), latínurit frá 1556 (hvergi til á safni hérlendis) og stafrófskver frá 1753 (aðeins til á Landsbókasafni). Á öðrum stað á opnunni er að finna yfirlit yfir örlítinn hluta af safninu og þótt blaðamaður sé ekki útlærður í fornum fræðum er alveg ljóst að Bókasafn Vestmannaeyja er komið í hóp með merkustu bókasöfnum landsins með þessari einstöku bókagjöf.
Eins og ganga inn í Landsbókasafnið
Af þessu tilefni settist blaðamaður niður með Kára Bjarnasyni forstöðumanni Bókasafnsins.
�??Við vissum fyrirfram ekkert hvert tilefnið var en þegar við komum var Ágúst búinn að leggja á fleiri, fleiri borð fyrir okkur eitt verðmætasta bókasafn í eigu einstaklings hér á landi en hann er einstakur bókasafnari. Hefur greinilega lagt metnað, alúð og mikla fjármuni í bókasafn sitt til lengri tíma. Ágúst var búinn að taka saman og prenta út fróðleik um hverja og eina bók sem hann sýndi okkur og búa til lista yfir bækur sem hann hafði ákveðið að gefa Bókasafni Vestmannaeyja. Fyrir mig var þetta eins og ganga inn í Landsbókasafnið þar sem ég vann áður en ég kom hingað,�?? sagði Kári í samtali við Eyjafréttir.
�??Í safninu sem hann gefur Vestmannaeyingum eru t.d. allar útgáfur Biblíunnar sem komið hafa út á Íslandi frá árinu 1584 þegar Guðbrandsbiblía var gefin út. Við áttum ekki Guðbrandsbiblíu, ekki �?orláksbiblíu og ekki Steinsbiblíu. �?að er að segja þær þrjár fyrstu sem eru nú í eigu Bókasafns Vestmannaeyja,�?? sagði Kári og tók sem dæmi um gildi gjafarinnar að Guðbrandsbiblía og �?orláksbiblía væru aðeins til á þremur öðrum söfnum samkvæmt Gegni.
Fyrstu bækur höfuðskáldanna
�??Á Landsbókasafni, Skálholtsbókasafni, Árnastofnun og nú Bókasafni Vestmannaeyja sem er sannarlega komið í góðan félagsskap. �?arna eru líka fyrstu bækur höfuðskálda okkar í frumútgáfum sem við áttum ekki fyrir. Bækur eftir Benedikt Gröndal, Davíð Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Matthías Jochumsson og fleiri. �?að væri hægt að þylja endalaust áfram um það fágæti sem hér er saman komið: Fjölnir og Ný félagsrit, Íslensk sagnablöð og Minnisverð tíðindi, allt í heild sinni og í frumútgáfum; kolfágætar bækur Vestmannaeyjaprestanna Jóns píslarvotts og Guðmundar Högnasonar eða Heimskringla Snorra Sturlusonar í 6 binda ritsafni 1777-1826, safn bóka Benedikts Gröndals (margar mjög fágætar), jafnvel handrit.
Sú elsta frá 1556
�?g hef verið að frá seinni hluta desember við að setja bækurnar inn í Gegni og ótrúlega oft eru þær til aðeins á einu, tveimur eða þremur öðrum söfnum á landinu, jafnvel engu öðru safni. �?að er góð en sérkennileg tilfinning. Elsta bókin í safninu sem Ágúst er að gefa er frá 1556, fjölmargar bækur eru einnig frá 17. og 18. öld. Flestar eru bækurnar mikilvægar útgáfur í sögulegum skilningi og greinilegt að hann hefur lagt áherslu á að safna slíkum kjörgripum. Annað sem einkennir safnið er að það er þaulhugsað, tímaritin eru ævinlega í heild sinni, bækurnar eru oft og tíðum glæsilega innbundnar, hvergi vantar í safnritin, sérstök áhersla hefur verið lögð á að velja fyrsta bók viðkomandi höfundar í frumútgáfu og greinilega setið um eintök sem auka gildið eins og áritanir, skemmtileg eigandasaga o.s.frv.�??
Taka við þessari gjöf af myndarskap
Kári segir að næsta skref sé að sýna bækurnar og leyfa áhugasömum að njóta. �??En við þurfum réttan búnað utan um þær,�?? segir Kári og svarar því hvort Vestmannaeyingar séu þess umkomnir að taka við svo verðmætu safni og í raun ómetanlegu.
�??Við skulum umorða spurninguna og spyrja, erum við þess umkomin að taka ekki á móti þessari gjöf? �?eirri spurningu svara ég glaðlega neitandi þannig að nú er verkefnið að gera okkur þess umkomin að geta tekið við henni. Við Arnar Sigurmundsson, sem vinnum þetta hérna megin Álsins í samstarfi við Helga Bernódusson, höfum rætt við bæjaryfirvöld og þau hafa fullan skilning á því að það verður að taka á móti svona gjöf af myndarskap. �?að er ekkert samfélag þess umkomið að taka ekki við þessu. �?að er bara svo einfalt. Í safninu eru margar af perlum íslenskrar prentlistar. Margir hafa séð Fjölni ljósritaðan en hér erum við með upphaflega tímaritið. �?annig að frá og með tólfta desember sl. hefur eðli Bókasafns Vestmannaeyja breyst og við erum að átta okkur á því hvaða skyldur sú staða setur á okkur.�??
Mikil ábyrgð
�?annig að þetta er mikil ábyrgð? �??Já, þetta er mikil ábyrgð en sú sem allir sækjast eftir vegna þess að það er í eðli þeirra sem stýra hvaða stofnun sem er að vilja veg viðkomandi stofnana sem mestan. Bókasafnið er öflugt almenningsbókasafn með yfir 100.000 eintök. Með þessari gjöf er það einnig merkilegt fágætissafn og það eykur verðmæti þess fyrir allt samfélagið. �?g hlakka til að geta sýnt bækurnar í safninu því fæstir hafa séð marga af þessum dýrgripum. Eitt af markmiðunum er því að efna til reglubundinna sýninga á völdum bókum úr safninu auk þess að hafa sem stærsta hlutann sýnilegan í glerskápum. En þó í öruggu rými,�?? sagði Kári. Kári bætti því við að Ágúst hefði beðið hann, Arnar Sigurmundsson og Helga Bernódusson um að stýra móttöku bókagjafarinnar til Vestmannaeyja og finna leiðir til að bókagjöfin nýtist samfélaginu sem best.
Til minningar um föður sinn
�??Ágúst setur engar kvaðir um að bækurnar séu geymdar saman á sérstökum stað. �?ær eru gefnar bæjarfélaginu til minningar um Einar Sigurðsson, föður Ágústar, og voru afhentar formlega í gær, þriðjudag á 111. afmælisdegi Einars.�??
Kári sagði að bókagjöfin myndi bera heitið Ágústarsafn, og væri það í samræmi við sérsöfn margra annarra bókasafna. �??Við getum nefnt sem dæmi Davíðssafn á Amtsbókasafninu sem eru bækur úr fórum Davíðs Stefánssonar skálds, Björnssafn og Haraldssafn á Bókasafni Akraness, söfn sr. Björns Jónssonar og Haralds Sigurðssonar bókavarðar og �?orsteinssafn á Árnastofnun með bókum �?orsteins M. Jónssonar skólastjóra.
Sjálfur man ég eftir Haraldi enda var hann samstarfsmaður minn á Landsbókasafni um tíma og ég fékk eitt sinn að sjá hans stórkostlega kortasafn sem fór til Bókasafns Akraness. �?ll þessi söfn mynda kjarnann í fágætissöfnum viðkomandi bókasafna og eru flaggskip safnanna. Nú eigum við eitt slíkt kjölfestubókasafn hvað varðar verðmætustu bækurnar í prentsögu landsins og erum þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt að geyma slíka kjörgripi,�?? sagði Kári að lokum.
Vonar að Bókasafn Vestmannaeyja megi njóti bókanna sem lengst
�??Faðir minn er Einar Sigurðsson útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum. Pabbi var mikill Eyjamaður, fæddist hér og ólst upp og hóf að reka verslun í Eyjum aðeins 18 ára. Hann haslaði sér síðar völl í sjávarútvegi, varð umsvifamesti útgerðarmaður og fiskverkandi landsins og ruddi víða braut á þeim mikla umbrotatíma sem 20. öldin var. Pabbi, afi og amma mín lifðu og störfuðu í Eyjum og Sigurður bróðir minn var lengstan hluta ævi sinnar búsettur í Eyjum,�?? segir Ágúst Einarsson þegar hann er spurður um ætt, uppruna og tengsl við Eyjar.
Hann kom svo sannarlega færandi hendi í gær til Bókasafns Vestmannaeyja. Gaf ekki færri en 1500 bækur, allt merkar bækur og sumar eru til í ekki fleiri eintökum en telja má á fingrum annarrar handar. Sú elsta frá 1556 og í safninu er að finna allar Biblíur sem gefnar hafa verið út á Íslandi frá Guðbrandbiblíu til dagsins í dag. Bækurnar eru í ótrúlega góðu ástandi og er stefnt að því að sýna þær á Bókasafninu. Er bókagjöfin ómetanleg og á eftir að hjálpa til við að efla orðspor Eyjanna.
Auglýsingar frá KR og ÍBV á sömu síðu
Hvenær komst þú fyrst til Eyja með föður þínum?
�??�?g á margar minningar um Vestmanneyjar og var hér oft með pabba. Tvær elstu systur mínar eru fæddar í Eyjum en 1950 fluttu foreldrar mínir til Reykjavíkur þar sem við hin systkinin erum fædd. Við erum 11 systkinin og átta á lífi. Pabbi var með mikinn rekstur í Eyjum og fór ég oft með honum sem peyi. Mig minnir að við höfum gist á �?ingvöllum eða í Godthaab, en bæði þau hús fóru undir hraun í gosinu.
�?g man að eitt sinn fórum við með Herjólfi í land og þá var Binni í Gröf með. Var glatt á hjalla og margar sögur sagðar. �?g kom líka oft til Eyja að keppa í yngri flokkum í fótbolta við Eyjamenn. Eitt sinn fórum við eftir leik til baka með Herjólfi og þá sigldum fram hjá Surtsey í miðju Surtseyjargosinu. �?að var ógleymanlegt en þá hef ég verið 12 ára.
Löngu síðar þegar ÍBV og KR voru að leika bikarleik í efstu deild í Eyjum þá plötuðu Eyjafréttir út úr mér sem framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík hálfsíðu auglýsingu í blaðinu til stuðnings KR. Svo fengu Eyjafréttir líka hálfsíðu auglýsingu frá Sigurði bróður frá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja um stuðning við ÍBV og þeir birtu báðar auglýsingarnar á sömu blaðsíðu. Mig minnir reyndar að ÍBV hafi unnið þann leik.�??
Safnað bókum alla ævi
Hvenær byrjarðu að safna bókum?
�??�?g hef safnað bókum alla ævi og það hefur verið mitt helsta tómstundagaman. �?að er gott að gleyma sér við lestur og að handleika bækur.�??
Tókstu strax þá ákvörðun að safna einnig verðmætum bókum?
�??Nei, það má segja að síðustu 15 til 20 árin hef ég stundað bókasöfnun af meiri alvöru, kynnt mér fleiri bækur og leitað margar uppi hérlendis og erlendis. �?að er gaman að þessu. Sumt næst, annað ekki.�??
Hefurðu hugmynd um hversu stórt safnið er og hversu mikið þú átt af mjög fágætum bókum?
�??�?g veit ekki hversu margar bækur ég á en ég ætla að telja þær einhvern tímann. �?að liggur hins vegar ekkert á því. �?g á töluvert af fágætum bókum og sumar þeirra eru ekki skráðar í opinber söfn hérlendis, Einhver rit og handrit í þessu safni eru hvergi til. Mér finnst mikilvægt að varðveita ritað mál, útgefið sem bækur eða smárit en einnig handskrifað.�??
Leggur þú mikla áherslu á að eignast sem fallegust eintök og safnar þú t.d. tímaritum complett?
�??�?g er ekkert að leggja mig eftir fallegustu eintökunum eða árituðum, en á þó ótal fallegar og áritaðar bækur. �?g vil til dæmis að eldri trúarrit séu upprunaleg og beri miklum lestri vitni. Ýmsar bækur læt ég þó binda aftur inn. �?g vil helst ekki eignast bók nema ég hafi áhuga á efni hennar. �?g er þó aðeins að linast í þeirri afstöðu enda margar bækur merkilegar út frá fleiri þáttum en efni þeirra.
Mér finnst gaman að safna tímaritum sem komu út í aðeins einu eða nokkrum tölublöðum. �?að er oft mikil saga sem felst í slíkri útgáfu.
Mun safna fram í andlátið
Ertu ennþá að safna?
�??Já, og ég mun gera það fram í andlátið.�??
Hvenær og af hverju tókstu þá ákvörðun að gefa þessa stóru bókagjöf til Eyja?
�??Ástæða þess að þessi bókagjöf er í minningu pabba er ekki vegna umsvifa hans í atvinnurekstri heldur vegna þess skilnings sem hann hafði á gildi bóka. Honum þótti vænt um bækur, safnaði þeim, en gaf sér sjaldnast tíma til að huga betur að þessu áhugamáli. Vinnan átti hug hans allan.
Fyrir miðja síðustu öld stofnaði hann bókasafn fyrir starfsmenn sína hér í Vestmannaeyjum og réð bókavörð sem sá um skráningu bókanna og útlán. Einnig stóð hann fyrir tungumálakennslu fyrir starfsfólk sitt. �?etta var og er einsdæmi hérlendis og ber ótrúlegri framsýni vitni. �?ess vegna kýs ég að gefa þessa gjöf í minningu hans en ég hef ráðgert þetta í mörg ár.�??
Heiðrar minningu afa síns og föður
Af hverju Bókasafn Vestmannaeyja?
�??Afi minn, Sigurður Sigurfinnsson, útvegsbóndi og hreppstjóri, kom að mörgum framfaramálum í Eyjum í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Ræturnar eru því djúpar og mér þykir vænt um Vestmannaeyjar og Vestmannaeyinga enda á ég mörg skyldmenni hér.
�?g skrifaði bók fyrir nokkrum árum, Hagræn áhrif ritlistar, og þar skoðaði ég meðal annars áhrif bókasafna. �?au eru miklu meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. �?ess vegna á að efla bókasöfn og styrkja. Bókasöfn og lestrarfélög skiptu miklu máli þegar Íslendingar stigu út úr miðöldum inn í nútímann á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. �?g er mjög áhugasamur um varðveislu íslenskunnar enda gerði hún okkur að sjálfstæðri þjóð.
Bókasöfn og lestur gegna þarna lykilhlutverki.
Af hverju valdirðu þennan dag, 7. febrúar?
�??�?etta er afmælisdagur pabba en hann hefði orðið 111 ára 7. febrúar. �?ar sem gjöfin er í minningu hans fannst mér fara vel á því að gjöfin yrði afhent á afmælisdegi hans.�??
Hvernig viltu að safnið sé sýnilegt á Bókasafninu?
�??Mig langar til að bækurnar verði sem sýnilegastar og aðgengilegar eftir því sem hæfir aldri þeirra en ýmsar af bókunum eru um 400 ára gamlar. �?að versta sem mér finnst um bækur er þegar þær eru í kössum í kjöllurum, engum til gagns eða gleði. �?ess má geta að sárafáar bækur úr safni pabba eru í bókagjöfinni en þær bækur sem þaðan koma pössuðu vel við þema gjafarinnar að vera gamlar og fágætar og vera ekki til í Bókasafni Vestmannaeyja.
Ef nefna ætti í þessari gjöf einhverjar bækur sérstaklega þá er hluti gjafarinnar allar 11 útgáfur Biblíunnar á íslensku, meðal annars Guðbrandsbiblía frá 1584 og �?orláksbiblía frá 1644. Auk þess má nefna Crymogaeu Arngríms lærða Jónssonar frá 1610 svo og Kristnissögu og Íslendingabók Ara fróða frá 1688.
�?g vona að Bókasafn Vestmannaeyja megi njóti bókanna sem lengst og að safnið verði sem áður uppspretta ánægju og framfara í Vestmannaeyjum,�?? sagði Ágúst að endingu.
Takk
�??Gamlt og gott orðatiltæki segir: -Hver er sínum gjöfum líkastur. Ekki er að efast um sannleik þesssara orða ber þessi magnaða gjöf gefandum sannarlega slíkt vitni. Sá hlýhugur sem í þessu er fólgin og velviljinn í garð heimabyggðarinnar er í það minnsta jafn stór og gjöfin sjálf,�?? sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri þegar hjónin Ágúst Einarsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, afhentu 1500 bækur til Bókasafns Vestmannaeyja. Er þar að finna nokkrar af merkustu bókum íslenskrar ritlistar, m.a. allar Biblíur sem gefnar hafa verið út á Íslandi frá Guðbrandsbiblíu. �?ar með er Bókasafnið komið í fremstu röð safna á landinu.
Elliði sagði það forréttindi að standa í þessum sporum. �??Að vera bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sem svo margir elska veitir manni endalaust innsýn í hlýhug og fórnfýsi íbúa og velunnara. Fátt er gleðilegra en að taka á móti hlýjum slíkum velgjörðum og finna þennan einbeitta velvilja til Vestmannaeyja.
Stundum er hlýhugurinn slíkur að gleðin blandast erfiðleika að finna orð sem lýst getur hug okkar þiggjenda. �?annig er mín staða núna þegar ég stend hér og veiti viðtöku bókagjöf þeirra hjóna Ágústs og Kolbrúnar. Á íslensku má þá alltaf finna svar og rétta svarið núna er jafn stutt og þakklætið sem í því er fólgið er stórt. �?etta orð er TAKK,�?? sagði Elliði.
Hann sagðist ungur hafa lært að meta gildi bókmennta og að ákveðnar bækur væru merkastar mannana verka hér á landi. Nefndi hann bækur eins og Biblíu Guðbrands og �?orláks, Crymogæu Arngríms lærða og Kristnisögu og Íslendingabók Ara fróða sem eru að finna í safninu. �??Á dauða mínum átti ég frekar von en að innan nokkurra ára myndi ég taka við gjöf sem innihéldi margar þessara bóka. Frá og með þessum degi eru sem sagt mörg af merkustu mannana verka á Íslandi staðsett hér í Eyjum, sem í mínum huga er sannarlega merkastur og bestur allra staða,�?? sagði Elliði og fullyrti að Bókasafn Vestmannaeyja sem var stofnað fyrir 165 árum verði ekki sama bókasafnið eftir þennan dag.
�??�?g segi fyrir mig, ég er að sjá Guðbrandsbiblíu í fyrsta skipti á lífsleiðinni og ég er viss um að það eru fleiri í salnum sem geta sagt hið sama. �?að er hreinlega magnað að geta sett upp sýningar hér í Einarsstofu eða á öðrum viðeigandi stað á bókasafninu á mörgum af helstu dýrgripum íslenskra bóka eins og hér er búið að setja upp og við fáum að njóta þegar dagskrá lýkur.
Elliði sagðist gera sér grein fyrir ábyrgðinni, að taka á móti gjöf sem þessari. �?að verði unnið í samráði við Kára, Helga og Arnar. �??Við munum vinna að einlægni að því að finna bestu mögulegu leið til að bókagjöfinni sé sá sómi sýndur sem henni ber. �?g er með ýmsar hugmyndir sem ég þarf að taka upp innan stjórnkerfis bæjarins �?? enda alkunna að ég reyni sjaldan að ráða nokkrum hlut sjálfur.�??
Hann sér fyrir sér að�?? bækurnar fái umgjörð sem sæma menningarsögulegu verðmæti þeirra. �?ær verði sýnilegar eins og kostur er og að bæjarbúar og aðrir gestir fái notið þeirra með vönduðum sýningum og öðrum lifandi hætti.
�??�?g treysti Kára og öðrum starfsmönnum Bókasafns Vestmannaeyja til að finna þær leiðir og nýta Einarsstofu og önnur rými safnsins með skapandi móti til að færa bókagjöfina sem mest og best til samfélagsins.�??
Að lokum færði Elliði þeim hjónum Ágústi og Kolbrúnu myndir úr safni Sigurgeirs Jónassonar.
�??�?g ber fram mínar dýpstu þakkir, fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og bæjarbúa allra, fyrir þessa stórkostlegu gjöf. Myndir Sigurgeirs eru vitnisburður okkar um hversu við kunnum að meta gjöf ykkar, annars vegar sést Sigurður VE á heimleið fyrir Klettinn með fullfermi og hins vegar er myndin Morgunroði þar sem austurhiminn sést vekja höfnina okkar til lífsins,�?? sagði Elliði að endingu.
Lýsir mikilli velvild í garð Eyjanna
�??�?egar ég fékk heimboð til Ágústar Einarssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur eiginkonu hans 12. desember sl., ásamt Kára Bjarnasyni og Helga Bernódussyni, renndum við ekki grun í það hvað til stæði. Við vissum að Ágúst er mikill bókaunnandi og átti ekki langt að sækja þann áhuga. Eftir að inn var komið blasti við á nokkrum borðum í húsinu margar gamla og fágætar bækur auk þess sem í einu stóru herbergi var mikið safn bóka. Ágúst tilkynnti okkur að hann hygðist gefa Bókasafni Vestmannaeyja bóksafn, alls um 1500 bækur, til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, útgerðar- og athafnamann frá Heiði í Vestmannaeyjum. Við urðum hálf orðlausir við þessi óvæntu tíðindi og átti það ekki síst við bókasafnsmennina Helga og Kára. Við fengum jafnframt það hlutverk að koma þeim skilaboðum til Elliða Vignissonar bæjarstjóra hvort Vestmannaeyjabær – Bókasafn Vestmannaeyja – væri tilbúinn að veita gjöfinni viðtöku. Að sjálfsögðu er þessi ótrúlega bókagjöf þegin með miklum þökkum og Vestmannaeyjabær og Bókasafnið mun sýna gjöfinni þann sóma sem henni ber. Búið er að flytja tölverðan hluta af bókagjöfinni til Eyja, þar á meðal þær bækur sem eru fágætastar og verðmætastar,�?? segir Arnar Sigurmundsson.
�??�?g kynntist Ágústi Einarssyni upp úr 1980, en þeir bræður Sigurður Einarsson og Ágúst voru mjög samrýndir og störfuðu báðir í sjávarútvegi og stóðu fyrir mikilvægum atvinnurekstri. Föður þeirra, Einari Sigurðssyni, sem var fæddur 1906, við upphaf vélbátaaldar í Eyjum, náði ég ekki að kynnast, en hann féll frá 1977. Minnist þó eins atviks er Einar kom við sögu nálægt goslokum sumarið 1973, en þá starfaði ég fyrir Viðlagasjóð í Eyjum. Skrifstofur Viðlagasjóðs og Vestmannaeyjabæjar voru þá tímabundið á 3. hæð í húsi Gagnfræðaskólans �?? nú Framhaldsskólans.
Einar Sigurðsson kom einn daginn og spurði eftir byggingarfulltrúa bæjarins, en þá var hann að sækja um lóð fyrir nýtt fiskverkunarhús á auðu svæði sunnan Friðarhafnar þar sem í dag eru aðalstöðvar Ísfélags Vestmannaeyja. Einar var þarna kominn fullur bjartsýni að hefja sem fyrst byggingu á nýju húsi í stað húseigna Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja sem flestar fóru undir hraun eða stóðu eftir stórskemmdar af völdum gossins. �?etta gekk eftir og fljótlega fór fiskverkun af stað í nýja húsinu sem átti síðar eftir að stækka mikið.
Einar Sigurðsson var sannarlega mikill framfara- og framkvæmdamaður og kom við í atvinnurekstri víða um land. Virk þátttaka Einars Sigurðssonar í menningarmálum og blaðaútgáfu er mjög merkilegur kafli, ekki síst með það í huga að Einar stóð á sama tíma í mjög umfangsmiklum atvinnurekstri sem kallaði á mikinn og langan vinnutíma. Engu að síður stóð hann í blaða- og tímaritaútgáfu í Eyjum um árabil og skrifaði mikið um sjávarúveg á landsvísu.
Ræktarsemi afkomenda Einars Sigurðssonar og Svövu Ágústsdóttur og fjölskyldna þeirra við Vestmannaeyjar er einstök. Tilkoma Einarsstofu í Safnahúsinu hefur gjörbreytt aðstöðu fyrir ýmiss konar menningarviðburði og fólk hefur sannarlega kunnað að meta það. Bókagjöf Ágústar Einarssonar sýnir mikla velvild í garð Eyjanna og ber okkur Eyjamönnum rík skylda til að hlúa vel að gjöfinni og því fjölþætta starfi sem fram fer í Safnahúsinu og um leið allri menningarstarfsemí í Eyjum,�?? sagði Arnar.
Hver er gjöfum sínum líkastur
Helgi Bernódusson, í ráðgjafarhópi Ágústs Einarssonar og fyrrverandi bókavörður Bókasafns Vestmannaeyja sagðist telja gjöfina vera eina hina merkustu í meira en 150 ára sögu Bókasafnsins. Í ávarpi sínu nefndi hann þrjú atriði.
�??Hið fyrsta er að þakka þá höfðingslund, stórhug og átthagatryggð sem lýsir sér í bókagjöfinni sem afhent er hér í dag. Hér berast í safnið og bætast í safnkostinn margar, ótrúlega margar, af mestu perlum íslenskrar bóksögu sem á upptök sín á 16. öld. �?essum kostagripum, sem varla verða metnir til fjár, hefur verið safnað saman á löngum tíma.
Ágúst Einarsson er ekki sjálfsprottinn maður, þótt sjaldgæfur sé, heldur sonur þeirra merkishjóna Einars Sigurðssonar frá Heiði og Svövu Ágústsdóttur. �??Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni�?? er sagt. Hann hlaut í vöggugjöf, eins og þau systkini öll, drjúgan skerf af eðliseinkennum þeirra hjóna, stórt snið, dugnað, sparsemi og nægjusemi fyrir sjálfan sig, og ríka menningarvitund.
Einar ríki var ekki aðeins stórhöggur í útgerð og fiskvinnslu, heldur jafnframt sískrifandi í blöð og tímarit, hér í Eyjum og á landsvísu, og menningarmaður á alla grein. �?g nefni til vitnis tímaritið �??Gamalt og nýtt�?? og margt, sem hann segir, og um hann er sagt, í bókum �?órbergs þremur. Einar hóf ungur að safna bókum, keypti safn Árna á Tanganum, 3000 bindi, og lánaði úr því starfsfólki sínu í Hraðfrystistöðinni og fleiri fyrirtækjum, verkamönnum, verkakonum og sjómönnum.
�?að hlýtur að vera einkennileg tilfinning að láta þessa dýru gripi frá sér, því að ég �?? og sjálfsagt margir aðrir hér �?? þekkja þá �??einstæðu sælu¬kennd sem gagn-tekur hvern sannan bókasafnara þegar hann hefur höndlað lang¬þráðan kostagrip�?? svo ég vitni í skrif góðs vinar míns og bókamanns. Já, �??Bók er best vina.�??
�?g vil �?? í öðru lagi �?? á þessari stundu minnast þess manns sem, ef vera mætti með okkur, væri allra manna glaðastur hér, Haraldar Guðnasonar bókavarðar. �?g er viss um að nú lyftir hann sínum miklu brúnum og titrar af fögnuði í gröf sinni. Hann hóf bókavarðarstarf sitt í safni Einars Sigurðssonar og minntist þess oft síðar hve skemmtilegt hefði verið þegar hann vann við flutning safnsins og uppsetningu á heimili Einars og Svövu í Reykjavík um 1950. Enginn einn maður átti meiri þátt í að gera Bókasafn Vestmannaeyja að því sem það er en Haraldur Guðnason. Og nú er aukið við það meira en nokkru sinni áður í sögu þess, ekki að magni heldur gæðum.
Í þriðja lagi vil ég minna á hve ríkar skyldur eru nú lagðar á Bókasafn Vestmannaeyja með þeirri óvenjulegu stórgjöf sem það hlýtur í dag. Safnið fær til varðveislu mikilvæga gripi úr bóksögu þjóðarinnar, sumt nauðatorgætt og nokkur höfuðdjásn íslenskra bóka, eins og elstu biblíurnar, jafnvel rit sem hvergi eru til annars staðar í söfnum hér á landi. Prentarfinn þarf að varðveita og til þess höfum við Landsbókasafn og lög um það. En það er ekki nóg, víða eru stórmerkir gripir í söfnum utan Landsbókasafns, og í einkaeigu. En eftir daginn í dag held ég að fá ef nokkurt almenningsbókasafn, hafi nú dýrari sjóð að varðveita en Bókasafn Vestmannaeyja. �?að minnir á að gæsla þessa menningararfs, bókminja, er verkefni allra safna, svo miðlun hans og varðveisla. Og þar er nú hlutverk Bókasafns Vestmannaeyja orðið mikið.
�?að fer vel á því að gera eitthvað stórt í minningu Einars Sigurðssonar á afmæli hans, sem var síðast liðinn þriðjudag. Slíkur var hann, og slík voru verk hans. Nú hefur Bókasafnið breyst í eitt mikilvægast og merkasta safn landsins. Og Ágúst Einarsson, Kolbrún, börn þeirra, barnabörn, systkini og fjölskyldan öll er stórum ríkari á þessum degi því að sérhver gjöf, færð af hreinu og glöðu hjarta, af örlæti, er gjafaranum jafnverðmæt í sinni og þiggjandanum. Og minnumst hins fornkveðna að �??hver er gjöfum sínum líkastur�??.
�?metanleg gjöf með helstu perlum íslenskra bókmennta
Bókagjöf Ágústar Einarssonar, afhent Bókasafni Vestmannaeyja 7. febrúar 2017 til minningar um föður Ágústar, Einar Sigurðsson, útgerðar- og athafnamann. Um er að ræða um 1.500 bækur, margar þeirra einstakar perlur í bóksögu landsins. Hér eru tekin saman fáein dæmi sem sýnishorn en bókagjöfin verður til sýnis í heild sinni síðar:
Allar útgáfur Biblíunnar á íslensku:
Guðbrandsbiblía, 1584.
�?orláksbiblía, 1644.
Steinsbiblía, 1728.
Vajsenhússbiblía, 1747.
Hendersonbiblía, 1813.
Viðeyjarbiblía, 1841.
Reykjavíkurbiblía, 1859.
Lundúnarbiblía, 1866.
Biblíufélagsútg., 1957.
Viðhafnarútg., 2000.
Núverandi biblíuútg., 2007.
Fyrstu bækur skálda og fræðimanna, allt frumeintök:
Ari �?orgilsson, fróði: Íslendingabók, 1688.
Árni Friðriksson: Áta íslenskrar síldar, 1930.
Benedikt Gröndal: �?rvar-Odds drápa, 1851.
Bjørnson, Bjørnstjerne: Kátr piltr, skáldsaga, 1879.
Davíð Stefánsson: Svartar fjaðrir, 1919.
Gunnar Gunnarsson: Móður-minning, 1906.
Jóhannes Sveinsson Kjarval: Grjót, 1930.
Jón Sigurðsson: Lítil fiskibók, 1859.
Matthías Jochumsson: �?tilegumennirnir, 1864.
Mill, John Stuart: Um frelsið, 1886.
Bækur sem ekki finnast í neinu bókasafni samkv. Gegni:
Helmodi Historici, 1556.
�?orleifur Jónsson: Skólameistaratal á Hólum, án ártals.
Kvöldvaka Lúðrasveitar Vestmannaeyja, 1943.
Starfskrá fyrir umsjónarmenn við síldarverkun, 1937.
Torfi Bjarnason: Hallærisvarnamálið, 1914.
Bækur sem eru aðeins á Landsbókasafni samkv. Gegni:
A stafrófskver ásamt hinu minna kveri Lúthers, 1753.
Andersen, Hans Christian: Maurerpigen, 1840
Dominicale eða guðspjallstextar, 1725.
Gamanblaðið 1-8, 1917 (allt sem kom út). �?lafur Friðriksson (umsjón). Glettni 1, 1936.
Jólablað skátafélagsins Fylkir, 1945.
Sjómannablaðið, 1933 (allt sem kom út).
Fágætisbækur sem aðeins eru til örfáum söfnum samkv. Gegni:
Arngrímur Jónsson, lærði: Crymogaea, 1610.
Björn Halldórsson: Atli, 1780
Guðmundur Högnason, prestur í Vestmannaeyjum: Fjórar misseraskiptar predikanir, 1783.
Guðmundur Högnason, prestur í Vestmannaeyjum: Sjö sendibréf Jesú Kristí, 1784.
Hallgrímur Pétursson: Báðar bækur Samúels, 1747.
Hallgrímur Pétursson: Diarium Christianum, 1712 og 1773.
Hallgrímur Pétursson: Passíusálmarnir, 1712 og 1754.
Hallgrímur Pétursson: Sjö guðrækilegar umþenkingar, 1773.
Helmodi Historici, 1556.
Jón �?orsteinsson, píslarvottur, prestur í Vestmannaeyjum: Davíðssálmar, 1746.
Jón �?orsteinsson, píslarvottur, prestur í Vestmannaeyjum: Genesesarsálmar, 1753.
Kristni saga, 1688.
Magnús Stephensen: Margvíslegt Gaman og alvara 1-2, 1798 og 1818.
Magnús Stephensen: Sjö nýjar föstupredikanir, 1798.
Snorri Sturluson: Heimskringla í 6 bindum, 1777-1826.
Sæmundar-Edda, 1787-1828.
Tímarit, allt heilt sem og frumútgáfur:
Ameríka. Tímarit um Vesturheim og vesturferðir 1-5, 1873-1875.
Fjölnir 1-9, 1835-1837.
Gefn 1-5, 1870-1875.
Íslensk sagnablöð, 1817-1826.
Klausturpósturinn 1-8, 1818-1827.
Landstíðindi 1-2, 1849-1851.
Minnisverð tíðindi 1-3, 1807-1808.
Ný félagsrit 1-30, 1841-1873.
Ný tíðindi, 1851-1852.
Smávegis 1-2, 1872. Jón �?lafsson (ritstjóri).
Sunnanpósturinn 1-3, 1835-1838.
Verðandi 1882.
Handrit:
Eiginhandarrit Einars Ásmundssonar í Nesi um Siglingafræði.
Handritað bréf Halldórs Laxness til Erik Sønderholm, þýðanda.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.